Námsmenn af fullri alvöru - Gegn niðurskurði fjárframlaga til LÍN


Guest

/ #43

2013-06-28 11:05

ótrúlegt að maður þurfi að stunda einhverjar hundakúnstir og jafnvel skrá sig í áfanga sem maður hefur ekki þörf fyrir,áfangarnir eru misstórir og kenndir á mismunandi misserum og þeir geta skarast við aðrar skyldur nemenda. Það eru oft efnaminni nemendur sem reyna að vinna með til að ná endum saman sem taka nám á lengri tíma, því þessi blessuðu námslán duga einfaldlega ekki fyrir þá sem standa einir og óstuddir. Alltaf þarf maður að beygja sig og bugta til að hlotnast sá heiður að fá að taka lán. Með ólíkindum hvað menn við ákvörðunarvöldin virðast blindir á hvað íslenskt lánakerfi stuðlar að frekar en vinnur á móti stéttaskiptingu.