Áskorun til Vigdísar Hauksdóttur

Áskorun til Vigdísar Hauksdóttur / Announcements / 1000 undirskriftir komnar / Comments


Guest

#1

2013-08-14 17:10

Hjartanlega sammála þér, það er ekki flokkspólitískt mál að hafna grímulausri valdníðslu.


Guest

#2

2013-08-14 17:10

Ég er sammála þessu, Henrý, það er nóg komið afa McCarhyisma á Íslandi. Ég brást við þessu sem blaðamaður og fréttamaður til áratuga, m.a. á Fréttastofu Útvarps. Þetta snýst um stuðning við óháða og gagnrýna blaðamennsku (journalistik) Takk fyrir frumkvæðið.
Þorgrímur Gestsson

Guest

#3

2013-08-14 17:48

Hvort sem svona valdníðsla komi frá VH eða annari persónu, þar sem viðkomandi er þjóðkjörin á Alþingi, þá er það kristaltært, að slíkt verður aldrei liðið. Alveg óháð því hvaða flokki eða annars konar samtökum, viðkomandi er fyrir.

Guest

#4

2013-08-14 17:52

Gott framtak hjá þér Henrý - það þarf að hafa verulegt aðhald með Vigdísi Hauksdóttur

Guest

#5

2013-08-14 23:03

Flott og takk fyrir að standa í þessu. Er stórlega vel þegið,
Benjamín Náttmörður Árnason

#6

2013-08-15 01:51

Takk fyrir að gera þetta þetta hefur ekkert með flokka að gera ég ber virðingu fyrir öllum stjórnmálamönnum sem að eru samkvæmir sýnum skoðunum og eru ekki spilltir. Burt með eiginhagsmuna póltík og spillingu, þá getum við talað saman eins og fólk.

Guest

#7

2013-08-15 07:47

Lengi lifi tjáningafrelsið

Guest

#8

2013-08-15 07:59

TAKK

Guest

#9

2013-08-15 08:00

TAKK

Guest

#10

2013-08-15 08:49

Takk fyrir þetta framtak, þessi kona er ekki hæf til setu á Alþingi.
islendingur

#11 Re:

2013-08-15 11:58

#1: -

17.000kr fyrir Útvarps skatta gjald á man? hallo Island...

Henrý
The author of this petition

#12 Re: Re:

2013-08-15 12:17

#11: islendingur - Re:
17.000kr fyrir Útvarps skatta gjald á man? hallo Island...

Þetta er ekki undirskriftarlisti um gjaldtöku eða upphæðir. Vert að nefna þó að útvarpsgjaldið þitt rennur ekki óskipt til RÚV. Þetta snýst um það hvort fjárframlög stofnunarinnar eigi að ráðast af því hvernig fjallað er um formann Fjárlaganefndar og meðlim Hagræðingarhóps, og hvort það sé stjórnmálamanni sæmandi að hóta fólki sem það á í erjum við með valdi sínu.