Stoppum Julien Blanc!

Quoted post


Guest

#104 Re: Meðvirkni?

2014-11-18 20:13

#97: Gamli -  

Þá eru allir þeir sem skrifuðu undir lista í Kanada, Ástralíu, Englandi o.fl. væntanlega líka meðvirkir einstaklingar. Ég las ekki þessa færslu á knuz.is og er búin að kynna mér þetta ágætlega.
Þetta er það sem hann skrifar á heimasíðunni sinni eftir að hafa lýst því hvað honum gekk illa að ná sér í stelpu til að ríða:


 "After about 4-6 months,I went to a bar after collecting all these reference experiences. Did some routines on a girl I knew of, boom f***** her

I felt like this was real for the first time

One week later, f***** my second girl. She had a boyfriend

From that moment on I decided to really take it to THE NEXT LEVEL. And that’s when I moved to L.A., and pushed my game harder than ever, until I got the results I wanted"


Þessi lokasetning segir allt sem segja þarf. Hann er í rauninni að segja að hann sé tilbúinn til að gera hvað sem er til að geta riðið stelpu. Hvort hún samþykki það eða ekki virðist vera aukaatriði. Ég hef því miður þín vegna núll húmor fyrir þessu. Að einhver í þessum heimi og því miður landinu sem ég bý í vilji taka mark á þessum manni finnst mér til skammar. Því hann er ekki að gera neitt annað en að hlutgera stelpur og konur sem einhverjar kynlífsdúkkur og er að miðla áfram aðferðum til stráka þannig að þeir geti spilað með tilfinningarnar stelpna og níðst á þeim. Námskeiðið hans snýst um að kenna strákum að þeir hafa völdin og að stelpur séu undirgefnar. Hvort sem þú átt dóttur eða ekki, myndir þú vilja að einhver kæmi svona fram við hana? Að hann myndi gera hvað sem er til þess að sofa hjá henni? Ef svarið er já þá máttu alveg taka hausinn á þér rækilega í gegn! 

Replies

Gamli

#105 Re: Re: Meðvirkni?

2014-11-18 20:20:53

#104: - Re: Meðvirkni? 

 Fyrirtækið í kringum þetta er svo miklu stærra og meira en bara að kenna drengjum að redda sér drætti.. Þetta hefur hjálpað þúsundum manna að komast yfir erfiðleika í félagslegum samskiptum,( þá er ég ekki bara að meina milli kynja eða í kynferðislegum tilgangi.