Ólafur Ragnar: Við skorum á þig að hætta!


Guest

/ #109 Ég er undir feldi

2016-04-19 14:44

Ég er að hugsa málið um hvort ég ætli að skrifa undir þennan lista. Ólafur hefur verið mjög góður forseti að mörgu leiti en þó með ýmsum slæmum ókostum líka. Hann er búinn að vera mjög lengi í embætti og búinn að lýsa því yfir nokkrum sinnum að hann sé hættur. Fjölmiðlar trúðu honum ekki þegar hann sagði það fyrst, svo hann endurtók það formlega og tók af allan vafa. Hann hefur einu sinni áður hætt við að hætta, þ.e síðast þegar forsetakosningar fóru fram. Þetta er orðið dálítið ruglað að mínu mati hjá karlinum og svona hringlandaháttur og bull finnst mér ekki forseta sæmandi, og Ólafur sem maður kemur illa útúr þessu. Orðið "hubris" eða ofmat á sjálfum sér, finnst mér nokkuð passandi fyrir þessa framkomu hans. Það er eiginlega mjög slæmt að það séu svona margir kjósendur sem sjá heldur ekkert rangt við það hvernig Ólafur tók þátt í hrundansinum, samneyti hans við bankstera og stuðningur við allskonar neikvæð málefni og aðila. Ég trúi því eiginlega ekki að það komi aldrei að skuldadögum hjá honum fyrir það, hann hefði átt að hætta með reisn því ég eiginlega veit að þó að hann vinni örugglega þessa kosningu þá mun mannorð hans gjalda.