Sigmundur Davíð, þér er hér með sagt upp störfum!


Guest

/ #509

2016-04-05 12:06

Allar þær íslensku stjórnmálapersónur sem nefndar hafa verið í sambandi við Panamalekann tilheyra þeim stjórnmálaflokkum sem hafa hvað ákafast haldið að okkur hinum óbreyttu ágæti íslensku krónunnar og reyndar talið það jaðra við landráð að nefna möguleikann á því að hverfa að traustari gjaldmiðli. Nú eru þau öll uppvís að því að hafa komið einhverjum fjármunum í bankareikninga á öðrum myntsvæðum eða að minnsta kosti gert til þess ráðstafanir að geta það, þó ekki hafi úr orðið. Það er ekki aðalatriði hér hvort skattyfirvöldum var gerð grein fyrir aðgerðunum eða ekki, tvískinnungurinn er hinn sami og óheilindin gagnvart því sem þau halda að okkur sem ekki getum annað en notast við krónuna og íslensku bankana. Ég set þau öll í sama flokk hvað þetta varðar. En forsætisráðherrann hefur gerst sekur um annað sem mönnum í hans stöðu er ekki sæmandi. Hann hefur ítrekað logið að þjóðinni og endurtekið sömu lygina þó sannanir séu reknar upp að nefinu á honum. Þessvegna á hann að víkja úr stjórnmálunum þegar í stað. Hin geta reynt að bjóða sig fram í næstu kosningum og látið þar með reyna á traust kjósenda til þeirra