Ólöf Nordal: Bjóðum albönsku fjölskyldunum til Íslands fyrir jól!

HLUSTIÐ!

/ #53 Skynsemi er góðmennska.

2015-12-12 22:49

Förum að fordæmi Kanada, setjum fólkið í mestri hættu, kristna, yesída og aðra minnihlutahópa sem síður fá að halda lífi en meirihlutinn í forgang. Það er ekkert siðferðilega vafasamara en það hefði verið að taka frekar inn gyðing en kristinn Þjóðverja í síðari heimssstyrjöldinni. Ef þið þorið að gera það rétta, þá getum við líka tekið hingað fleira fólk, (þess vegna mikið fleira), en annars með minni tilkostnaði. Síðan fjölskyldufólk og þá sem eiga um sárt að binda og geta síst bjargað sér. Ekki henda út duglegu og góðu fólki með veikt barn afþví að þið eruð hrædd afþví þið hafið ekki sýnt manndóm til að móta skynsamlega og mannúðlega stefnu að hætti Kanadamanna. Gerið það, og farið sjálf á flugvöllinn að sækja fólkið eins og forsætisráðherra Kanada gerir, ef þið nennið og viljið eignast stað í hjarta þjóðarinnar og verða landsfeður og landsmæður, og þá eigið þið langan og farsælan feril fyrir höndum. Annars megið þið búast við stuttum og sársaukafullum pólítískum ferli og löskuðu mannorði. Það er ykkar skylda að gera ykkar besta, þið getið það, ekki svíkja ykkur sjálf og þjóðina með að gera minna en finna allra skynsamlegustu og siðferðilega réttustu lausnina. Enga heimsku og enga hræðslu og bjargið þessum börnum!!! Það er í ykkar valdi að sýna skynsemi þá sem ykkur var gefin svo óttinn þurfi ekki að valda harmleik sem þessum. Búið til almennilega öryggisgrímu fyrir þjóðina með skynsamlegri stefnumótun í þessu máli. Talið við vini okkar og frændur Kanadamenn.