Áskorun til Hönnu Birnu um efnislega meðferð máls Ghasem


Guest

/ #16

2014-04-28 13:50

Hægt er að nota þessa Dyflinarreglugerð til að réttlæta það að Ísland og Íslendingar hjálpi nánast aldrei flóttafólki því auðvitað kemur flóttafólkið ekki fyrst til Íslands þar sem það eru yfirleitt ekkert beint flug né bátaferðir frá þessum stríðshrjáðu löndum til Íslands. Beiting þessarar reglugerðar er þjóðinni okkar til háborinnar skammar. Eiga þau lönd sem er auðveldara að komast til beint frá þessum stöðum að taka á sig alla ábyrgð á velferð flóttafólks og vinnuna sem því fylgir? Við hvítþvoum okkur ekki af því að senda stundum flóttamenn út í opinn dauðann, okkur ber siðferðisleg skylda til að hjálpa flóttamönnum eins og við getum í stað þess að hafna öllum umsóknum án málefnalegrar umfjöllunar.