EKKI draga umsóknina tilbaka


Guest

/ #216

2014-02-23 17:49

Ég minni á að í byrjun þessa ferlis var ekki minnst á að það gæti haft stóralvarlegar afleiðingar að hætta ferlinu án niðurstöðu. Þetta áttu bara að vera saklausar samningaviðræður til að tékka á möguleikum okkar. Engin aðlögun, engin skuldbinding. Áætlaður tími í viðræðurnar: 18 mánuðir. Meirihluti á þingi, engin ástæða til að flækja mál með þjóðaratkvæðagreiðslu. Simpelt!

Auðvitað gerðu menn ekki ráð fyrir að falla söguloega í kosningum í miðju ferli og missa rassvermana sína yfir til óvinaflokkanna en úbbs, sú varð raunin. Nú er málið í höndum flokka sem vilja ekkert með ESB aðild gera. Þeir vilja slíta viðræðum. Meirihluti á þingi, engin ástæða til að flækja mál með þjóðaratkvæðagreiðslu. Simpelt!

Þessir 4 flokkar eru búnir að klúðra þessu máli. Þeir eru svo uppteknir af því að koma höggi hvor á annan að þeir eru ófærir um að hugsa um hag þjóðarinnar. Það þarf að kjósa þá úr þinginu. Skítt með meirihluta á þingi, nú er kominn tími á að þjóðin fái að ráða. Simpelt!