EKKI draga umsóknina tilbaka


Guest

/ #162

2014-02-23 15:56

Stjórnmálaforusta okkar virðist ekki hafa haft og hefur ekki mikinn áhuga á að skoða þjóðarvilja í þessu stærsta hagmunamáli okkar í dag. Þáverandi þingmeirihluti, sýnilega sannfærður um ágæti aðildar, spurði þjóðina ekki hvort hún vildi fara í viðræður við ESB. Núverandi meirihluti, jafn sannfærður um ókosti aðildar, vill svo alls ekki að þjóðin geti skoðað þann samning, sem hugsanlega næst. Úr þessu fæst eingöngu skorið með því að klára viðræður og leggja samning fyrir þjóðina. Öðru vísi getur þjóðin ekki gert sér grein fyrir kostum og göllum aðildar og þar með tekið upplýsta ákvörðun. Svo einfalt er þetta.