Breytum klukkunni á Íslandi


Guest

/ #118

2014-01-07 14:21

Það er tilgangslaust að hringla í klukkunni. Það skiptir engu máli hvort stendur 7, 8 eða 9 á skífunni þegar við vöknum. Við lengjum ekkert þann stutta tíma sem bjart er í skammdeginu með því. Við gætum hins vegar ákveðið að byrja að vinna eða byrja skóla klukkan 9 í stað 8. Einhverjum þætti það hugsanlega þægilegt. Allt þetta tal um líkamsklukku er hugarburður. Það er ekkert öðruvísi klukka í okkur sem erum fædd og búum á Íslandi og þeim sem eru fæddir og búa í Indónesíu, svo dæmi sé tekið.