EKKI draga umsóknina tilbaka

Við undirrituð skorum á Alþingi og ríkisstjórn að draga ekki tilbaka með formlegum hætti ESB-aðildarumsókn Íslands nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

=====

skilaboð frá upphafsmanni:

Ég vil benda á að í gærkvöld fór af stað ÖNNUR undirskriftasöfnun, með mjög svipaðri áskorun en ekki samhljóða, sem hafði verið í undirbúningi nú um helgina. Ég vil eindregið hvetja ykkur öll til að fara á þá slóð og setja nafn ykkar LÍKA þar, ef þið eruð sammála þeirri áskorun.

Slóðin er: http://thjod.is/

Sú söfnun er samkeyrð með þjóðskrá, þannig að kvittað er undir með því að slá inn kennitölu. Ég styð sjálfur heils hugar síðari söfnunina líka. Þessi söfnun sem ég setti af stað verður áfram í gangi, ég mun halda utan um undirskriftir og koma áskorun okkar til skila til stjórnvalda.

Virðingarfyllst,

Einar Karl Friðriksson

 


Einar Karl Friðriksson    Contact the author of the petition